Gagnagrindur

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 11:49, 8 July 2009 by Spm (talk | contribs) (New page: '''Gagnagrind''' er aðferð til þess að skipuleggja gögn þannig að hægt sé að nálgast þau á skilvirkan hátt. Oft getur vel valin gagnagrind gert það að verkum að hægt sé...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Gagnagrind er aðferð til þess að skipuleggja gögn þannig að hægt sé að nálgast þau á skilvirkan hátt. Oft getur vel valin gagnagrind gert það að verkum að hægt sé að nota mjög hraðvirk reiknirit sem henta verkefninu sem er fyrir hendi. Valið á gagnagrind hefst jafnan á vali á almennri gagnagrind, svo sem fylki, lista, hlaða eða hrúgu. Gagnagrindur eru útfærðar með þeim grunntýpum, tilvísunum og aðgerðum sem forritunarmálið býður upp á.

Mismunandi gerðir gagnagrinda eru nytsamleg við lausnir á mismunandi vandamálum. Þannig eru B-tré sérlega hentug í gagnagrunnum, meðan FIFO eru hentugri í einföldum einátta boðskiptum.

Þessi grein er byggð á greininni "Gagnagrindur" á Wikipedia, Frjálsa alfræðiritinu. Sótt 7. júlí 2009.