Ákveða verður í upphafi hvers konar yfirborð á að laserskera, sívalning eða sléttan flöt.
Ef ætlunin er að vinna með (nokkuð) sléttan flöt skal setja vektor-grindina í.
Lyfta upp mælistikum á hliðinni
Setja vektor-grindina inn
Leggja mælistikurnar niður
Ef ætlunin er að vinna með sívalan flöt skal setja snúnings-áfestinguna (rotary attachment) í
Passa að slökkt sé á vélinni!
Taka vektor-grindina úr sé hún í
Leggja snúnings-áfestinguna í botninn þannig að hann læsist í holurnar sem þar eru, og tengja snúruna við festinguna sem er í botni kassans. Hún á eingöngu að festast á einn veg, ekki reyna að ýta tengið inn á hinn veginn.
Jafnstilla, með því að snúa hækka og lækka snúningshjóli hægra megin þannig að sívalihluturinn verði láréttur. (Það er gott að nota hallamál)
Passa að leggja mælistikurnar niður
Rofi á vinstri hlið
Kveikja á lasertæki með því að ýta á stóra rofann á vinstri hliðinni smella á "ON".
Ef að allt er með felldu munu viftur fara í gang, laserinn mun tísta, armarnir munu fara á núllpunktinn, og það mun standa "Job:" á skjánum.
Nú skal velja núllpunkt (þar sem mynd á að hefjast (efra vinstra hornið).
Slökkvið á mótór, smellið á "XY Off" takkann á lasertækinu og svo á "Go", þannig á að á skjá á að birtast "XY motor disabled"
Kveikið á rauðu ljósi með því að smella á "Pointer" takkann á lasertækninu.
Nú má færa laserinn, handvirkt í upphafsstöðu.
Þegar upphafsstaða hefur verið valin skal smella á "SET HOME" og síðan á "Reset"
Frásogsvifta
Kveikja á frásogsviftu á veggnum.
Setja upp heyrnarhlífar
Loftpressa,ræst með því að lyfta upp tappa og snúa snúningsrofa
Kveikja á loftpressu á gólfinu.
Nú má senda verkefni á tækið (með því að smella á print í tölvunni og velja Epilog laser engraver.