FabFi loftnet
This Page describes fabfi 1.0. As of Oct,31 2009 we will be on release 2.1, which is substantially different than what is explained below. For the up-to-date English version, go to the fabfolk fabfi page. From there you will find an elongated description of the current version, and links to the current wiki and design files.
FabFi er tegund af parabólískum bylgjubeini (nokkurskonar loftnet) sem var þróað innan Fab Lab smiðja til að búa til langdrægar þráðlausar internettengingar með WiFi (2.4 GHz), sem almennt er notað fyrir skammdræga hlekki. FabFi búnaðurinn er hannaður til að vera framleiddur á vettvangi eftir þörfum og byggja netbrýr sem drífa allt að fimm kílómetra. Eina efnisþörfin fyrir búnaðinn er stöðluð þráðlaus endastöð (Access Point, AP), krossviður fyrir grindina og svo hænsnanet til að þekja grindina með til að endurvarpa útvarpsbylgjunum.
Tilgangur FabFi er að gera háhraðanettengingar raunhæfar til þorpa og samfélaga sem gætu annars ekki notað Internetið: flestir jarðarbúar búa á afskekktum stöðum sem getur verið dýrt að leggja símalínur og ljósleiðara til, og margir búa á svæðum þar sem ófriður og fátækt eru ógn við efnislegar tengingar svo sem símalínur, þar sem að þær gætu verið skemmdar í hernaðartilgangi eða þeim stolið til endursölu.
Ódýr netkerfi gefa fólki aðgang að auðlindum internetsins og stuðla þannig að félagslegri þróun og auknum hagvexti. Dæmi um auðlindir sem hægt er að nýta er menntunar- og fræðsluefni svo sem Wikipedia og MIT OpenCourseWare, sjúkraupplýsingar svo sem greiningarvefsíður og lýðheilsugagnagrunnar, landupplýsingakerfi til dæmis fyrir landbúnað, og svo einnig hröð samskipti fyrir fjarfundi og kennslu.
Búnaður
Router



- Stýrir neti eða undirneti (hlutneti)
- Starfar sem gátt milli neta
- Tvær tegundir: Þræddur (notar CAT5 snúrur og Ethernet samskipti) og þráðlaus (notar IEEE 802.11 þráðlaus samskipti á 2.4 GHz)
Netsnúra
- Tengir einhver tvö nettæki saman
- Einnig kallað: Ethernet snúra, CAT5 snúra
Bylgjubeinir
- Beinir útvarpsbylgjum í mjóan geisla með hjálp parabólu.
- Málmgrind beinir útvarpsbylgjunum
- Grunninn má byggja úr ýmsum efnum
- Hægt að smíða í ýmsum stærðum í Fab Lab
Hugtök
- Net / Network: hópur tengdra tölva eða raftækja
- IP Tala / IP Address: Tala notuð sem heimilisfang tölvu á neti
- Fjórir hlutar. Hver getur verið 0-255 (hver tala er eitt bæti af upplýsingum)
- Til dæmis: 231.62.97.105
- Möskvi / Netmask: Tala sem einkennir safn IP talna sem eru hluti nets
- Hefur einnig fjóra parta.
- Til dæmis: 255.255.255.0
- Má einnig rita sem fjöldi bita IP tölunnar sem skilgreina netið (8 bitar í bæti. Til dæmis 10.1.0.0/24 = 10.1.0.0/255.255.255.0)
- Gátt / Gateway: IP talan sem gögn komast inní og útúr netinu um.
- DNS: Domain name service. Breytir lénum (t.d. www.google.com) í IP tölur
- DHCP: Dynamic Host Configuration Protocol
- Hefur endastöð (tölvan þín) og þjón
- Þjónninn gefur endastöðinni IP tölu, möskva, gátt og DNS þjóna þegar hún kemur á netið.
Skipulag nets
FabFi hlekkir eru alfarið sjálfstæðir og geta tengst saman á hvaða hátt sem er. Í hverjum hlekk eru tveir partar, AP eða Access Point, sem er nær uppsprettunni (Internetinu) og STA eða Station, sem er nær ósunum (notandanum). Báðir punktarnir eru með samskonar Linksys WRT routera keyrandi nýjustu útgáfu af OpenWRT Linux stýrikerfinu sem er sérstaklega hannað fyrir þennan endabúnað. Þá er stillingum komið fyrir