JPEG
Jump to navigation
Jump to search
JPEG (Joint Photography Experts Group) er vinnuhópur sem gefur út JPEG skráarsniðið, sem er myndsnið ætlað fyrir ljósmyndir.
JPEG þjöppun notar Discrete Cosine Transform til að ummynda gögn yfir í hentugara form til þjöppunar, en vegna ummyndunarinnar er gæðatap á JPEG myndum, sem sést einna helst á því að skemmdir koma fram á myndunum. Þó bætir sniðið upp fyrir það með því að þjappa mjög vel myndir sem myndu annars þjappast tiltölulega illa í öðrum sniðum eins og PNG sem tapa ekki gæðum.