LOH293

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to navigation Jump to search

Áfangalýsingar

Listir og hönnun LOH 293. Hönnun er aðferð sem ætti að tengjast öllu námi og starfi. Árangur hönnunar felst bæði í áþreifanlegum hlutum og óáþreifanlegum svo sem hagnýtum lausnum, vandaðri framleiðslu og góðu umhverfi, svo felst hann í þeim menningararfi sem við skilum næstu kynslóðum. Hönnun samþættist öðrum námsgreinum í framhaldsskóla á forsendum hverrar greinar, en þó að hönnunaraðferðir kunni að vera með blæbrigðamun eru markmiðin þau sömu:

Áfangamarkmið:

  • Að nemendur þekki þau skipulagsferli sem liggja að baki hverri framkvæmd.
  • Að nemendur skilji hvaðan hugmyndir koma og hvernig hugmyndir verði til.
  • Að nemendur verði færir um að vinna ferlið frá hugmynd til útfærslu.
  • Skilgreina forsendur, þörf og afla upplýsinga.
  • Vinna úr forsendum hönnunarinnar, hugleiða útlit, notagildi öryggi og áreiðanleik, rannsaka, þróa og tjá hönnunartillöguna með því að gera mismunandi líkön eða skissur
  • Setja fram vinnuáætlun, greina verkþætti og huga að öðrum lausnum ef vinnuáætlun reynist óraunhæf.


Upphafleg grein frá Framhaldsskólanum á Húsavík