Plastefni
Meira en 6000 plasttegundir eru í almennri notkun og öll hafa þau mismunandi eiginleika sem gagnast í mismunandi tilfellum.
Framleiðsluverð, styrkur, sveigjanleiki, teygjanleiki, höggþol, slitþol, bræðslumark, suðumark og afleiður við bruna eru allt þættir sem þarf að hafa í huga við val á plastefnum.
Algeng plastefni
Hér eru nokkur dæmi um algeng plastefni.
Nafn | Eiginleikar | Notagildi | Endurvinnsla |
---|---|---|---|
Poly(ethylene) (PE) Polyethylene / polythene |
Ódýrt, sterkt, vatnshelt, auðvelt að móta. | Matarfilmur, plastpokar, plastflöskur, eldhúsáhöld, vacuumpakkningar. | |
High Density PE (HDPE) | Þéttleiki > 0.941 g/cm³ | Mjólkurkönnur, hreinsiefnaflöskur, smjörlíkisskálar, niðurfallsrör | (2) Niðurfallsrör, bekkir, pennar, garðhúsgögn |
Low Density PE (LDPE) | Þéttleiki 0.910 – 0.940 g/cm³, minna togþol og hærra sveigjuþol en HDPE. | Kreistanlegar flöskur, plastpokar, föt og teppi | (4) Moltukassar, gólfflísar, plastumslög. |
Poly(propene) (PP) | Polypropylene | Slitsterkt, hart, sterkt, mótanlegt, þolir margar gerðir leysiefna, basa og sýrur. Pakkningar (t.d. Lok sem hafa plastlamir), dúkar, reipi, teppi, vörukassar, húsgögn, skriffæri, búnaður á rannsóknarstofum, plastpeningaseðlar og hátalarar. Má móta mikið í vélum og hægt er að breyta eiginleikum með smiti, t.d. að rykverja það. |
(5) Burstar, ísskraparar, hjólastandar, ruslafötur, hrífur og bakkar. |
Poly(phenylethene) (PS) | Polystyrene | Sterkt, brothætt, meiri styrkur við lægra hitastig. Ílát, leikföng, ísskápspartar, diskar, bollar, eggjabakkar, geisladiskahulstur. Froða notuð í pakkningaefni og einangrun. |
(6) Ljósarofar, hitaeinangrun, reglustikur, froðupakkningar og eggjabakkar. |
Poly(chloroethene) (PVC) Polyvinily Chloride |
Mjög ódýrt, sveigjanlegt, góður einangrari. | Stígvel, regnstakkar, niðurfallsrör, rafmagnsbúnaður, víraeinangrun | (3) gólfefni, hraðahindranir, drullumottur, kaplar og mottur. |
AcryloNitrile (ABS) Butadiene Styrene |
Sterkt, lítill þéttleiki, ósveigjanlegt | Leikföng (t.d. LEGO), stuðarar, rör, golfkylfuendar. | (7) |
PolyCaproLactone (PCL) Polymorph / Capa |
Mjög lágt bræðslumark (60°C), brotnar niður í náttúrunni; polyester-, vatns-, olíu-, leysiefna- og klórþolið. | Notað sem smitefni til að breyta eiginleikum annarra plasttegunda (t.d. Höggþol og niðurbrot). Mikið notað í líkanagerð. Einnig í athugun fyrir ígræðslur í líkamann. |
(7) |
Poly Lactic Acid (PLA) PolyLactide |
Brotnar niður í náttúrunni, gert úr sterkju (korn, sykur, kartöflur...), lágt bræðslumark (173-178°C) | Ofnar skyrtur, örbylgjubakkar, heilbrigðisbúnaður. Moltupokar, bleyjur, áklæði, einnota hnífapör. | (7) |
PolyCarbonate (PC) | Hitaþolið, höggþolið. | Drykkjarmál, gleraugu, geisladiskar og DVD diskar, skilti, skjáir, drykkjarflöskur og ljósabúnaður á bílum. | (7) |
Plastefni og laserskurður
Plastefni bregðast mjög misjafnlega við laserskurði. Bestu plastefnin til að laserskera eru akrýl og ABS, en mörg harðplastefni á borð við delrín eiga að virka sæmilega vel.
Það má ekki laserskera PVC (fjölvínilklóríð), þar sem að við bruna gefur það frá sér klórgas (Cl2).
Það er ekki gott að laserskera PC (polycarbonate) efni, þar sem þau eru mjög misjöfn að efnauppbyggingu og sum þeirra gefa frá sér phosgene (COCl2) við bruna sem er mjög slæmt eitur. Almennt borgar sig ekki að laserskera polycarbonate samt þar sem að það sviðnar við lágt hitastig, svertist, og rýkur mikið af því. Skurðurinn verður aldrei fallegur nema með mjög miklu afli og þá á mjög þunnu efni (65 Watta CO2 laserskerar hafa skilað ágætis árangri á 0.5mm polycarbonati). ATH að polycarbonat er þekkt undir mörgum nöfnum, svo sem calibre, lexan, makrolon, makrolife, panlite og tarflon.
Plastefni og fræsing
Margar plasttegundir virka vel í fræsingu. ABS og akrýl skilja eftir sig mjög ljóta kanta við fræsingu, en með mjög beittri tönn og á lágum hraða er hægt að fá ágætis niðurstöður.
Nylon og önnur trefjaplastefni virka almennt vel í fræsingu, en þá þarf mikinn hraða til að það verði síður slittæjur eftir skurðinn.
Plastefni og steypa eða 3D prentun
Hægt er að steypa öll plastefni. Þau virka misvel eftir því hve seig þau eru þegar þau eru í vökvaformi. Því meira seigfljótandi sem þau eru því fleiri innspýtingarpunkta þurfa þau.