STL
Jump to navigation
Jump to search
StL skrár eru algeng leið til að geyma þrívíddarlíkön. Skrárnar draga nafnið sitt frá StereoLithography. Gæta skal þess að rugla þessu ekki saman við Standard Template Library, sem er forritunarsafn fyrir C++ forritunarmálið.
Uppbygging
StL skráarsniðið geymir lista af þríhyrningum sem sameiginlega eiga að mynda yfirborð hlutar. Hver þríhyrningur hefur þrjá hornpunkta og hver hornpunktur hefur þrjú hnit. Framhlið þríhyrningsins er skilgreind sem sú hlið þar sem röð hornpunkta er rangsælis, og hefur hver þríhyrningur normlegan vigur sem stendur hornrétt á yfirborð þríhyrningsins frá framhlið með lengd 1.

