User:Silli

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to navigation Jump to search

Sindri Freyr Guðjónsson heiti ég og er ég á útskriftarönninni minni. Ég var í Fablab 203 vorönnina 2014. Ég kom beint inn í 203 áfangan án þess að fara í 103, ég bjóst ekki við því að væri svona mikill munur á þessum áföngum, en ég sá strax að það hefði verið betra að fara fyrst í 103 áður, og sá ég líka hvað hinir strákarnir voru með betri grunn en ég, Ég var frekar lengi að koma mér inn í þetta allt saman. Ég held að ef ég hefði byrjað á einhveru einstaklings verkefni í lazer skeraranum eða byrjað strax að læra á inkscape þá hefði ég verið fljótari að koma mér inn í þetta.

Þar sem ég var nýr inn í þessu og mjög lengi að koma mér inn, m.a. útaf því ég náði ekki að setja inkscape í tölvuna mína þannig ég gat ekki farið yfir það heima. En ég myndi segja einkunnin mín væri 5.5 - 6.

Við byrjuðum á hópverkefni fyrir snilldarlausnir marels og áttum við að auka virði flösku. Það var mjög skemmtilegt verkefni, og sá maður kosti og galla að vinna í hóp. Síðan var alltaf draumurinn minn að búa mér til minn eigin gítar. En sá draumur getur ennþá ræst því tækin þarna í Fablab eru algjör snilld. En ekki náðist að gera það í enda annar, of stuttur tími Ég gerði mína fyrstu límmiða og sá ég hversu einfalt það var, ég hélt það væri flóknara.

Fannst mjög gaman að fara niðrí Eyjablikk og sjá hvað þeir gera og geta gert þar.

Hérna fyrir neðan er lýsing á verkefninu okkar sem við sendum í Snilldarlausnir Marels


Þetta skuggaljós virkar þannig að þú getur breytt um skuggamyndir og lýst á vegginn þinn, þetta er lítið og þægilegt og með tappanum er hægt að hækka og lækka styrk ljóssins, það er slökkvi takki á því. þetta getur líka verið vasaljós en þá er hægt að sleppa að setja skuggamynd í ljósið.

Vandamálið er það að nú er hægt að skemmta barninu þínu áður en það fer að sofa, bæði til þess að róa það niður eftir mikinn grátur og í leið fá þekkingu á ýmsum myndum af dýrum og formum.

þessi vara er ætluð Börnum og foreldrum. Verður selt í krónunni, bónus, rúmfatalagernum, elko, byko og fleirri svona búðum, Fyrirtækið mun hafa facebook síðu, heimasíðu og youtube account, þar sem Myndbandið verður póstað og þar verður sýnt hversu sniðug þessi vara er fyrir foreldra til að róa börnin sín. þetta verður fyrsta myndbandið sem kemur upp þegar þreyttur pabbi skrifar á google "how to make my baby stop crying"

handrit : Leikari : Alexander Guðmundsson Hann situr í stól í dimmu herbergi, með ekkert nema þetta skuggaljós, lýsir mjög skýrri mynd á veggin af lunda og úlfi.

Það sem gekk vel var myndbandið, höfum aldrei verið jafn margir að koma að verkefninu í einu og þegar við gerðum myndbandið það sem hefði mátt ganga betur var samvinna og að ákveða hvaða vöru við ætluðum að gera, við fórum mikið fram og til baka með það, erfitt var að ákveða því að við náðum aldrei að mæta allir á sama tíma, stundum komust einhverjir ekki, og svo komu þeir í næstu tíma, þá voru þeir sem voru í síðasta tíma ekki, og þá breyttust hugmyndirnar mjög mikið. Erfitt var að halda utan um hópinn og vita hvað var búið að gera í síðasta tíma og hvað átti eftir að gera.

það gæti verið markaður fyrir svona vöru. þetta er einfalt, þetta fer bara á náttborðið, og hægt að skipta um fjölmargar myndir, væri hægt að gera skuggamynd úr nánast hverju sem er, þetta þyrfti ekki að vera dýr vara. Enda væri eftirspurning ekki það mikil.

Breki örn sá um að tengja ljósið og koma því fyrir í flöskuna Tómas Orri hjálpaði með flöskuna og skar út skuggamyndir Sindri hjálpaði með flöskuna og tók upp myndbandið og klippti, og skrifaði þessa lýsingu Alexander hjálpaði með flöskuna og lék í myndbandinu