: Difference between revisions

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to navigation Jump to search
New page: Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum vinnur að verkefni í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja að kanna fýsileika á notkun á varmadælum fyrir fja...
 
m flokkur: Rafmagns-, gas- og hitaveitur
Line 12: Line 12:


[[Category:Verkefni]]
[[Category:Verkefni]]
[[Category:Rafmagns-, gas- og hitaveitur]]

Revision as of 16:46, 21 October 2008

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum vinnur að verkefni í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja að kanna fýsileika á notkun á varmadælum fyrir fjarvarmaveitu Vestmannaeyja, með því að nýta varma frá sjónum í undir og við Heimaey.

Hugmyndin gengur út að notast við varmadælur til þess að minnka rafmagnsnotkun við framleiðslu á varma fyrir Vestmannaeyjar. Í verkefninu eru kannaðir tæknilegir þættir, arðsemislegir, umhverfislegir og lagalegir þættir við uppsetningu og rekstur á varmadælu fyrir fjarvarmaveitu Vestmannaeyja. Í verkefninu er einnig farið stuttlega yfir tækifæri með notkun á varmadælum fyrir aðra staði þar sem ekki er nægilegur aðgangur að jarðhita.

Niðurstöður verkefnisins munu leiða í ljós hvort að farið verði í frekari þróun og undirbúning vegna uppsetningar á varmadælu fyrir fjarvarmaveitu Vestmannaeyja. Ef niðurstöður verða jákvæðar þá má búast við efnahagslegum ávinningi fyrir ríkið, Hitaveitu Suðurnesja og notendur.

Áætlað er að niðurstöður liggi fyrir í mars árið 2009.

Frosti Gíslason, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ívar Atlason tæknfræðingur frá Hitaveitu Suðurnesja leiða verkefnið.