Til þessarar deildar telst gistiþjónusta til stuttrar dvalar fyrir ferðamenn og aðra gesti. Einnig er meðtalin gistiþjónusta til lengri tíma s.s. fyrir nema og starfsmenn. Sumar einingar bjóða einungis upp á gistiaðstöðu meðan aðrar bjóða upp á gistiaðstöðu, máltíðir og/eða aðstöðu til tómstundaiðkunar. Til þessarar deildar telst ekki starfsemi sem tengist langtímaleigu íbúðarhúsnæðis í mánuð eða ár í senn, sjá Bálk L.