
Undirbúningur rafrásar
Gerð fræsibrautar
CAD.py
Smella a Contour og svo Send to Machine Fræsing rafrásarinnar sjálfrar
Útskurður tilbúins rafrásarbrettis.
Eagle
Fræsitennur
Skref fyrir skref

- Hannaðu rafrásina
- Límdu koparplötu í botninn á vélinni
Fræsing rásar
- Búðu til skurðarbrautina fyrir rafrásina. Gættu þess að gera ráð fyrir 1/64" tönn.
- Settu 1/64" fræsitönn í tækið
- Farðu úr View mode og stilltu núllpunkt á X og Y ás úr hugbúnaðinum.
- Haltu Down takkanum inni þar til að fræsihausinn færist niður að plötunni, ekki láta hana snerta
- Losaðu skrúfuna sem heldur fræsitönninni þannig að tönninn detti niður og snerti plötuna.
- Prófaðu að lyfta henni og sleppa til að vera viss um að ekkert sé fyrir
- Hertu skrúfuna fyrir fræsitönnina
- Sendu verkefnið á tækið.
- Þegar það er búið að fræsast, ýttu þá á View takkann.
Útskurður
- Búðu til skurðarbrautina fyrir rafrásina; notaðu möskvann sem á að skera eftir. Gættu þess að gera ráð fyrir 1/8" tönn.
- Settu 1/8" fræsitönn í tækið
- Farðu úr View mode og stilltu núllpunkt á X og Y ás úr hugbúnaðinum. Notaðu nákvæmlega sama núllpunkt og áður!
- Haltu Down takkanum inni þar til að fræsihausinn færist niður að plötunni, ekki láta hana snerta
- Losaðu skrúfuna sem heldur fræsitönninni þannig að tönninn detti niður og snerti plötuna.
- Prófaðu að lyfta henni og sleppa til að vera viss um að ekkert sé fyrir
- Hertu skrúfuna fyrir fræsitönnina
- Sendu verkefnið á tækið.