FAB203

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 16:50, 10 February 2009 by Frosti (talk | contribs) (áfangalýsing sett inn)
Jump to navigation Jump to search

FAB203, áfangi í Framhaldsskóla Vestmannaeyja.

This page is for the Vestmannaeyjar Fab Lab course FAB203. Assume Icelandic hence.

FAB203 skiptist í FAB201,FAB211,FAB222.


FAB201

Áfangalýsing: Reiknirit og markmál. Markmál verða skoðuð og vinnsluvéla (EPI, CAMM, RML) kynnt. Hvað eru reiknirit og hvaða þýðingu hafa þau fyrir stafræna framleiðslu? Big-Oh notation og tímaflækjugreining, margliðutími og NP verkefnaklasinn kynntur stuttlega.

  • Námsmat: Lokaritgerð eða verkefni ákveðið í samráði við kennara.
  • Tímar: 30 kennslustundir.
  • Kennsluefni: Notað verður kennsluefni útbúið af kennara, fyrst og fremst nýtt efni en eitthvað verður notað úr erlendum kennslubókum.
  • Undanfarar: FAB101
  • Kennsluáætlun:
    • Reiknirit og tímaflækjur 8 tími
    • EPI, CAMM og RML 8 tímar
    • Python 6 tímar
    • Forritaður laserskurður 8 tímar
    • Samtals 30 tímar


FAB211

  • Áfangalýsing: Forritun með Python og AVR. Einföld reiknirit skrifuð í Python til að tala beint við laserskera. AVR örgjörvar kynntir og smalamál þeirra skoðað. Internet 0 nóða smíðuð.
  • Námsmat: Lokaritgerð eða verkefni ákveðið í samráði við kennara.
  • Tímar: 30 kennslustundir.
  • Kennsluefni: Notað verður kennsluefni útbúið af kennara, fyrst og fremst nýtt efni en eitthvað verður notað úr erlendum kennslubókum.
  • Undanfarar: FAB111
  • Kennsluáætlun:
    • Python forritun 4 tímar
    • Forritaður laserskurður 6 tímar
    • Fræsing á rafrásum 8 tímar
    • AVR forritun 12 tímar
    • Samtals 30 tímar


FAB221

  • Áfangalýsing: Fræsing afsteypumóta og gerð afsteypa í plasti. 2.5-víð fræsing, gúmmí og plast.
  • Námsmat: Lokaverkefni ákveðið í samráði við kennara.
  • Tímar: 30 kennslustundir.
  • Kennsluefni: Notað verður kennsluefni útbúið af kennara, fyrst og fremst nýtt efni en eitthvað verður notað úr erlendum kennslubókum.
  • Kennsluáætlun:
    • Kynning á stafrænni framleiðslutækni 1 tími
    • Rasterun og fræsing 10 tímar
    • Afsteypumót úr gúmmíi 12 tímar
    • Afsteypur úr plasti 7 tímar
    • Samtals 30 tímar



Nemendur

Hópur 1

Hópur 2

Efni úr tímum

Ýtarefni

Verkefni

Hugbúnaður