LOH193
Áfangalýsingar Listir og hönnun, LOH 193.
Efla áhuga, skilning og meðvitund nemandans fyrir listum. Áfanginn er þematískur og skiptist upp í 4 meginþætti þar sem skoðaðar eru megináherslur í sögu viðkomandi listar. Nemandinn rannsakar hvert þema undir stjórn kennara og greini helstu þætti lista, menningar og þjóðfélagsþátta. Þeir nýti sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og læri að nýta sér tölvutækni við framsetningu hugmynda sinna. Mikilvægt er, þótt áhersla sé lögð á ákveðið tímabil, að litið sé á listasöguna sem heild og að kennari tengi tímabil saman.
Áfangamarkmið:
- greini helstu grundvallaratriði myndlistar.
- kunni skil á ýmsum tímabilum myndlistarsögunnar.
- þekki verk og feril valinna myndlistarmanna.
- kunni skil á tónlist frá ýmsum tímabilum.
- geri sér gein fyrir hlutverki kvikmynda og sögu.
- kunni skil á áhrifum kvikmyndadóma og almennt um áhrif kvikmynda.
- þekki sögu byggingarlistar á Íslandi.
- kunni skil á stöðu arkitektúrs sem listgreinar.
- þekki helstu áhrifavalda í íslenskri byggingarlistasögu.
- kunni skil á helstu stílbrigðum í íslenskum arkitektúr.
Upphafleg grein frá Framhaldsskólanum í Húsavík