ATF293
Áfangalýsingar
Atvinnufræði og nýsköpun, ATF293. Nemendur geti tileinkað sér aðferðir nýsköpunar og unnið með þær. Mikilvægt er að nemendur geti unnið með sínar hugmyndir og notað vinnuferlið; þörf – lausn – afurð. Þarfagreining og nýnæmisathuganir. Settur verði upp hugmyndabanki um möguleg fyrirtæki, annaðhvort í framleiðslu (hlutur, tæki) og eða þjónustu. Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði í stjórnun fyrirtækja, almenna stjórnun og markaðssetningu. Tölvur verða nýttar við vinnu á verkefnum. Unnið verður eftir viðskiptaáætlun. Nemendur semji viðskiptaáætlanir um hugmyndir sínar.
Áfangamarkmið
- Þekki vel vinnubrögð eða ferilinn frá hugmynd til afurðar.
- Tileinki sér aðferðir og hugmyndafræði nýsköpunar og geti notað þær á öllum sviðum lífsins.
- Þekki vinnuaðferðir við hugarflugsfund.
- Geti notað SVÓT aðferðina við að meta hugmyndir.
- Öðlist skilning á vinnuferla,rekstri og starfsemi fyrirtækja.
- Þekki mikilvægi markaðshagkerfis.
- Öðlist reynslu í að sækja um og ráða í stöður í eigin fyrirtæki.
- Læra að þróa viðskiptahugmyndir.
- Geti rekið nemendafyrirtæki.
Upphafleg grein frá Framhaldsskólanum á Húsavík