ATF293

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 13:02, 11 May 2009 by Frosti (talk | contribs) (Upphafleg grein frá Framhaldsskólanum á Húsavík)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Áfangalýsingar

Atvinnufræði og nýsköpun, ATF293. Nemendur geti tileinkað sér aðferðir nýsköpunar og unnið með þær. Mikilvægt er að nemendur geti unnið með sínar hugmyndir og notað vinnuferlið; þörf – lausn – afurð. Þarfagreining og nýnæmisathuganir. Settur verði upp hugmyndabanki um möguleg fyrirtæki, annaðhvort í framleiðslu (hlutur, tæki) og eða þjónustu. Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði í stjórnun fyrirtækja, almenna stjórnun og markaðssetningu. Tölvur verða nýttar við vinnu á verkefnum. Unnið verður eftir viðskiptaáætlun. Nemendur semji viðskiptaáætlanir um hugmyndir sínar.


Áfangamarkmið

  • Þekki vel vinnubrögð eða ferilinn frá hugmynd til afurðar.
  • Tileinki sér aðferðir og hugmyndafræði nýsköpunar og geti notað þær á öllum sviðum lífsins.
  • Þekki vinnuaðferðir við hugarflugsfund.
  • Geti notað SVÓT aðferðina við að meta hugmyndir.
  • Öðlist skilning á vinnuferla,rekstri og starfsemi fyrirtækja.
  • Þekki mikilvægi markaðshagkerfis.
  • Öðlist reynslu í að sækja um og ráða í stöður í eigin fyrirtæki.
  • Læra að þróa viðskiptahugmyndir.
  • Geti rekið nemendafyrirtæki.



Upphafleg grein frá Framhaldsskólanum á Húsavík