VMM103

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 13:30, 11 May 2009 by Frosti (talk | contribs) (Upphafleg grein frá Framhaldsskólanum á Húsavík)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Áfangalýsingar

Vefsíðugerð,myndvinnsla og myndbandagerð, VMM103.


Kennd er hönnun vefsíðu í HTML/XHTML. Farið er yfir grunnatriði vefsíðukóða, innsetningu tengla, mynda og notkun taflna. Kennd er notkun ýmissa hjálparforrita við vefsíðugerð. Lögð er áhersla á að vefsíðu megi skoða í öllum vefskoðurum og sé létt í keyrslu. Farið er í mikilvægi góðrar hönnunar og verkskipulags. Kennd er myndvinnsla í tölvum og yfirfærsla myndar frá skanna eða stafrænni myndavél. Lögð er áhersla á að nemendur geti unnið myndir á viðeigandi gagnasnið miðað við notkun, kunni að meðhöndla myndir, breyta þeim og setja saman. Fjallað er um punkta- og rastafræði og um punktinn sem grunneiningu í texta á myndum og á skjá. Kynnt röstun, rastatíðni, upplausn á skjá og staðlar um fjölda punkta á flatareiningu. Punkti er fylgt eftir frá inntaki til útgáfu t.d. frá skanna í gegnum tölvu í útprentun eða á geisladisk. Kennd eru helstu atriði við gerð myndbands. Lögð er áhersla á handritavinnu og áætlunargerð. Nemendur kynnist stafrænum myndbandsvélum tæknilegum eiginleikum þeirra kostum og göllum. Rætt um notkun og meðhöndlun mynda, m.a. með hliðsjón af almennum siðareglum og ákvæðum höfundaréttarlaga.


Áfangamarkmið

  • geti smíðað og gefið út einfaldar vefsíður sem líta vel út í öllum vefskoðurum
  • þekki HTML/XHTML kóðann
  • geti nýtt sér ýmis hjálpartæki við vefsíðugerð
  • geti uppfært vefsíður á neti
  • geti tekið inn mynd frá skanna eða stafrænni myndavél
  • geti undirbúið og sett mynd inn á vefsíðu
  • þekki staðla fyrir punkta og rasta
  • þekki mikilvægi punktsins í framsetningu efnis sem texta, mynda eða skjá
  • þekki staðla og stærðareiningar í röstun
  • geti sett upp verkefnaáætlun fyrir vefsíðu og myndbandagerð
  • kunni skil á stafrænni myndbandstækni
  • geti gert stutt myndband eftir handriti
  • þekki helstu atriði varðandi siðfræði og höfundarrétt


Upphafleg grein frá Framhaldsskólanum á Húsavík