Difference between revisions of "Tölvustýrður blómapottur"

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
(Hanna pottinn)
Line 22: Line 22:
 
== Að útbúa pottinn ==
 
== Að útbúa pottinn ==
 
=== Hanna pottinn ===
 
=== Hanna pottinn ===
Þú getur notað Inkscape forritið til að hanna blómapottinn. [[Epilog laserskeri|Epilog Mini laserskeri]] er með 60cm×30cm grunnflöt, þannig að best er að stilla Inkscape til að hafa vinnublað í þeirri stærð. Hér að neðan er dæmi um skurðarskrá fyrir slíkan blómapott; á myndinni sést hvar Arduinoinn verður tengdur síðar, en gert var ráð fyrir götum til að skrúfa hann fastan í á teikningunni - eðlilegt er að velta fyrir sér hvað annað muni þurfa að festast við blómapottinn og hvar áður en að lengra er haldið.
+
[[Image:Digital flowerpot.svg|300px|thumb|right|Hér er dæmi um skruðarskrá fyrir blómapott.]]
 
+
Þú getur notað Inkscape forritið til að hanna blómapottinn. [[Epilog laserskeri|Epilog Mini laserskeri]] er með 60cm×30cm grunnflöt, þannig að best er að stilla Inkscape til að hafa vinnublað í þeirri stærð. Meðfylgjandi er dæmi um skurðarskrá fyrir slíkan blómapott; á myndinni sést hvar Arduinoinn verður tengdur síðar, en gert var ráð fyrir götum til að skrúfa hann fastan í á teikningunni - eðlilegt er að velta fyrir sér hvað annað muni þurfa að festast við blómapottinn og hvar áður en að lengra er haldið.
[[Image:Digital flowerpot.svg]]
+
  
 
Þér er auðvitað frjálst að hanna þinn eigin pott, og það er auðvitað mælt með því, en hafðu nokkra hluti í huga:
 
Þér er auðvitað frjálst að hanna þinn eigin pott, og það er auðvitað mælt með því, en hafðu nokkra hluti í huga:

Revision as of 16:13, 14 July 2009

Tölvustýrður blómapottur er blómapottur sem hefur tölvustýringu sem gerir honum kleift að fylgjast með og bæta umhverfið sem blómin vaxa í.

Það hve mikið blómapotturinn mælir er alveg háð smekk, en hægt er að mæla til dæmis ljósmagn, hitastig og rakastigið í moldinni. Með þessum mælingum er svo hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir um hvernig eigi að bæta umhverfið, en slíkt má gera með vatnspumpum, ljósum, hitalömpum og fleiru.

Grunnbúnaður

Efnisþörf

 • 1x Arduino (Diecimilla, Dumillanove, etc.)
 • 1x 60cm×30cm akrýlplata (plexigler), mælt með 3mm þykkt

Verkfæri

 • Laserskeri
 • Plastbeygjuvél
 • Límbyssa
 • Lóðbolti
 • Skrúfjárn
 • USB snúra

Hugbúnaður

 • Inkscape
 • Arduino Wiring

Að útbúa pottinn

Hanna pottinn

Hér er dæmi um skruðarskrá fyrir blómapott.

Þú getur notað Inkscape forritið til að hanna blómapottinn. Epilog Mini laserskeri er með 60cm×30cm grunnflöt, þannig að best er að stilla Inkscape til að hafa vinnublað í þeirri stærð. Meðfylgjandi er dæmi um skurðarskrá fyrir slíkan blómapott; á myndinni sést hvar Arduinoinn verður tengdur síðar, en gert var ráð fyrir götum til að skrúfa hann fastan í á teikningunni - eðlilegt er að velta fyrir sér hvað annað muni þurfa að festast við blómapottinn og hvar áður en að lengra er haldið.

Þér er auðvitað frjálst að hanna þinn eigin pott, og það er auðvitað mælt með því, en hafðu nokkra hluti í huga:

 • Mundu eftir að hafa göt neðst til að hleypa vatni út, annars gætu blómin drukknað.
 • Fyrst þú ert að hleypa vatni út neðst er gott að hafa undirskál til að taka við því vatni.
 • Mundu að hafa pottinn að öðru leyti vatnsþéttan

Laserskera pottinn

Fyrir þetta skref þarftu laserskera. Vistaðu skurðarskjalið sem PDF skrá eða álíka sem virkar vel með laserskeranum þínum. Líttu á leiðbeiningarnar með laserskeranum til að finna réttar stillingar.

Setja saman pottinn

Þegar þú hefur alla partana þína þá geturðu fest þá saman. Séu þeir smellanlegir þá smellirðu þá saman en hvort sem þeir virka þannig eða ekki er örugglega skynsamlegt að fara í kverkina með límbyssu svo að potturinn haldi vatni. Festu partana í það minnsta saman, og gættu þess að límbyssan verður stundum svolítið sóðaleg - notaðu tunguspaða til að dreifa vel úr líminu.

Búa til bakkann

Undirbakkinn tekur við vatni sem lekur úr holunum að neðan. Hér er ágætt að nota plastbeygjuvél til að búa til sveigju á skálina og nota svo smávegis af lími til að laga endana.

Tengja Arduino

Ef að hönnunin sem þú ert með gerir ráð fyrir því að Arduinoinn festist utan á geturðu gert það núna. Ef þú setur smávegis af lími á endana á skrúfunum innan á þá lekur ekki raki meðfram. Arduinoinn tengist svo í spennubreyti, en í bili er nóg að tengja hann við tölvu í gegnum USB þar sem við eigum eftir að forrita hann.

Mæla umhverfið

Fyrsta skrefið í öllum vísindum er að framkvæma mælingar. Við mælum umhverfið og söfnum saman upplýsingum, og byggt á þeim upplýsingum sem við höfum getum við reynt að bæta umhverfið. Hér verða nokkrir mismunandi nemar vera útskýrðir sem þú getur tengt við blómapottinn til að mæla umhverfið.

Rakanemi

Fix the moisture sensors to the pot in the correct way and hook them up to the 5V output on the Arduino and analog inputs 0 and 1. If you have a small pot you might only need one sensor, but in the accompanying design it's prudent to have two. See the appendix for instructions on how to construct your own moisture sensors.

Hitanemi

The temperature sensor that we're going to use is a so called “1380” sensor. It is a calibrated device with its own logic and spits out digital measurements, which makes it very easy to use. It uses a communications channel called a OneWireBus. We'll talk more about it later. For now, you'll need to hook one pin of the sensor up to the 5V output, one to GND, and we'll connect the last pin to digital port 0 on the Arduino.

Ljósnemi

Our light sensor will connect to the 5V output and the analog input 1 on the Arduino.

Breyta umhverfinu

Vatnspumpa

Hitalampi

Þröskuldar