Námsbrautir í Fab Lab smiðju
Til þess að undirbúa ungmenni dagsins í dag fyrir framtíðina þarf að huga að framtíðinni Sköpunargáfa er það sem skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina.
Framtíðin er ekki sú sama og menn höfðu áður búist við. Því er spáð að næstu 10 ár munu tæknibyltingar verða jafn miklar og síðustu 100 árin. Og næstu 10 ár þar á eftir muni það sama gerast aftur. Því má segja að óþekkt sé hvað árið 2030 muni bera í skauti sér.
Engin textabók getur undirbúið afkomendur okkar undir allt það sem koma skal. Þjálfun rökhugsunar og aðferðir til að þjálfa sköpunargáfu eru gríðarlega mikilvægar. Þessi sköpunargáfa er nauðsynleg til þess að geta brugðist við nýjum tæknibyltingum sem geta breytt öllu samkeppnisumhverfi á örstuttum tíma. Í þeim heimi sem við búum í skiptir sköpunargleði og sköpunargáfa höfuðmáli og búa þarf ungt fólk undir það að vera í fararbroddi varðandi nýsköpun og tækninýjungar framtíðarinnar.
Sköpunargáfan skiptir máli fyrir alla, ekki einungis listamenn heldur einnig, verkfræðinga, lögfræðinga o.s.frv. Ungt fólk þjálfar sköpunargáfu sína með leik og því skiptir máli að leikurinn sé réttur og búi þau á réttan hátt fyrir það sem koma skal. Leikurinn þarf að vera opinn og miða að unga fólkinu.
Fab Lab smiðjan er vettvangur þar sem sköpunargleði fær að njóta sín með því að fólk þjálfar sköpunargáfu sína með því að leika sér áfram að hanna og framleiða hluti með hjálp tölvustýrðrar tækni.
Hugmyndir að námsbrautum vegna Fab Lab Reykjavík
- Markmið
- Námslýsing
- Forkröfur
- Lengd
Dæmi um áfanga gæti verið:
- Vöruþróun
- Ferli vöruþróunar
- Gerð viðskiptaáætlana
- Verkefnaáætlun
- Verkefnastjórnun