FabFi

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 12:24, 9 February 2009 by Spm (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

FabFi er tegund af parabólísku loftneti sem var þróað innan Fab Lab smiðja til að búa til langdrægar þráðlausar internettengingar með WiFi (2.4 GHz), sem almennt er notað fyrir skammdræga hlekki.

Búnaður

Router

Þræddur router
Þráðlaus router
Bakhlið routera
  • Stýrir neti eða undirneti (hlutneti)
  • Starfar sem gátt milli neta
  • Tvær tegundir: Þræddur (notar CAT5 snúrur og Ethernet samskipti) og þráðlaus (notar IEEE 802.11 þráðlaus samskipti á 2.4 GHz)

Netsnúra

Cat5.png

  • Tengir einhver tvö nettæki saman
    Einnig kallað: Ethernet snúra, CAT5 snúra

Bylgjubeinir

Waveguide focus side.png Waveguide focus top.png

  • Beinir útvarpsbylgjum í mjóan geisla með hjálp parabólu.
  • Málmgrind beinir útvarpsbylgjunum
  • Grunninn má byggja úr ýmsum efnum
  • Hægt að smíða í ýmsum stærðum í Fab Lab

Hugtök

  • Net / Network: hópur tengdra tölva eða raftækja
  • IP Tala / IP Address: Tala notuð sem heimilisfang tölvu á neti
  • Fjórir hlutar. Hver getur verið 0-255 (hver tala er eitt bæti af upplýsingum)
    Til dæmis: 231.62.97.105
  • Möskvi / Netmask: Tala sem einkennir safn IP talna sem eru hluti nets
    Hefur einnig fjóra parta.
    Til dæmis: 255.255.255.0
    Má einnig rita sem fjöldi bita IP tölunnar sem skilgreina netið (8 bitar í bæti. Til dæmis 10.1.0.0/24 = 10.1.0.0/255.255.255.0)
  • Gátt / Gateway: IP talan sem gögn komast inní og útúr netinu um.
  • DNS: Domain name service. Breytir lénum (t.d. www.google.com) í IP tölur
  • DHCP: Dynamic Host Configuration Protocol
    Hefur endastöð (tölvan þín) og þjón
    Þjónninn gefur endastöðinni IP tölu, möskva, gátt og DNS þjóna þegar hún kemur á netið.

Skipulag nets

FabFi hlekkir eru alfarið sjálfstæðir og geta tengst saman á hvaða hátt sem er. Í hverjum hlekk eru tveir partar, AP eða Access Point, sem er nær uppsprettunni (Internetinu) og STA eða Station, sem er nær ósunum (notandanum). Báðir punktarnir eru með samskonar Linksys WRT routera keyrandi nýjustu útgáfu af OpenWRT Linux stýrikerfinu sem er sérstaklega hannað fyrir þennan endabúnað. Þá er stillingum komið fyrir

FabFi is4.png FabFi is6.png FabFi is7.png

Dæmi um uppsetningu: Jalalabad, Afghanistan

FabFi is1.png FabFi is8.png