Inkscape byrjendur vinna med myndir

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 12:44, 3 December 2014 by Lilja (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Inkscape logo.png

Hér er hægt að hlaða Inkscape niður (downloada): http://www.inkscape.org

Og hér getur þú hlaðið niður PDF: Inkscape beginners tutorial - shortStilla stærð á skjalinu

1. Farðu í file → document properties

1 how-to-prep inkscape document-size.jpg2. Breyttu mælikvörðum úr px (pixlar) í mm (millimetrar). Breyttu svo vídd (width) og hæð (height) blaðsíðunnar – hér getur verið gott að miða við hversu mikið af efni (límmiðaefni) þú ætlar að nota.


2 how-to-prep inkscape document-size.jpgLokaðu svo glugganum.


Að breyta mynd (image) í vektor með því að nota Trace Bitmap í Inkscape

1. Finndu þér mynd á netinu. Hægri smelltu á myndina → copy

3 how-to-prep inkscape img-to-vector.jpg2. Farðu í Inkscape, hægri smelltu og veldu paste

4 how-to-prep inkscape img-to-vector.jpg3. Ef myndin er of stór minnkaðu hana þá með því að draga eitt hornanna inn. Haldu CTRL (control) hnappnum niðri á meðan þú minnkar/stækkar til að hlutföllin haldist rétt.

5 how-to-prep inkscape img-to-vector.jpg4. Veldu nú myndina, farðu í path → trace bitmap

6 how-to-prep inkscape img-to-vector.jpg5. Þá opnast nýr gluggi. Smellt fyrst á Update (uppfæra) hnappinn til að forskoða (preview) myndina.

7 how-to-prep inkscape img-to-vector.jpg


Þú getur svo fiktað í þessum stillingum þar til þér finnst myndin líta vel út.

T.d. að velja Edge Detection – þá nærðu útlínunum. Ólíkar stillingar hér virka á ólíkan hátt, fiktaðu þig áfram. Þegar þú ert sátt/sáttur við útkomuna smelltu á OK og lokaðu glugganum.6. Smelltu nú á myndina þína og dragðu hana til. Þá kemur vektoramyndin þín í ljós.

8 how-to-prep inkscape img-to-vector.jpg7. Ef þú ert sátt/sáttur við útkomuna þá hægrismellir þú á upprunalegu myndina og eyðir henni (delete).

9 how-to-prep inkscape img-to-vector.jpg8. Línuteikningin sem nú er eftir er vektor teikning.

Þú getur núna unnið í myndinni ef þú vilt. Þá velur þú ,,edit“ músina úr tækjastikunni og smellir með henni á myndina. Litlu ferningunum sem myndast þá (kallaðir ,,nodes“) er hægt að breyta og draga þangað sem þú vilt.


10 how-to-prep inkscape img-to-vector.jpg


Að breyta lit á hlut og útlínum hans (fill and stroke)

1. Farðu í object → fill and stroke, þar stillir þú lit og línur

Inkscape-fill-and-stroke-menu.jpg

  • Laserskurður / Vynilskurður : Engin fylling (fill) → hafðu línur rauðar (í stroke paint) → hafðu þykktina 0,01 mm (í stroke style)
  • Rastering í laser (engraving) : Engar línur → hafðu ,,fill" í svörtum lit (dekkri litur = skýrari rastering)


Að hreinsa upp mynd með því að nota ,,break apart“ möguleikann

1. Stundum er útkoman úr ,,trace bitmap“ svolítið subbuleg og nauðsynlegt að hreinsa til á myndinni, s.s. að eyða línum sem ekki eiga að vera. Hér er dæmi um slíkt.

11 how-to-prep inkscape img-cleanup.jpg


Lokaútgáfan er fín en ef þú stækkar myndina upp (súmmar) sést að það er margt sem þarf að bæta. Segjum að við viljum fjarlægja allt þetta gula á myndinni.

12 how-to-prep inkscape img-cleanup.jpg2. Veldu myndina þína og farðu í path → break apart. Nú ætti myndin að skiptast í fullt af litlum hlutum. Ef þetta gerist ekki gæti ástæðan verið sú að myndin þín er enn hluti af hóp (group). Til að laga það ferðu í object → ungroup.

13 how-to-prep inkscape img-cleanup.jpg3. Þú getur nú valið það sem þú vilt eyða út úr myndinni. Haltu niðri Shift hnappnum á meðan þú smellir á það sem þú vilt eyða – þá getur þú valið marga hluti í einu. Svona getur kisumyndin litið út eftir að búið er að eyða út af henni:

14 how-to-prep inkscape img-cleanup.jpg


Vista sem PDF

1. Farðu í File  Save as....

30 how-to-prep inkscape saving-as-pdf.jpg2. Veldu hvar þú vilt vista skjalið (í Fab Lab er heppilegt að vista á desktoppinn eða á Fab Lab servernum) Gefðu skjalinu lýsandi nafn, og veldu að vista það sem PDF skjal. Smelltu svo á Save hnappinn.


31 how-to-prep inkscape saving-as-pdf.jpg3. Þá opnast gluggi þar sem þú þarft að velja stillingar. Mikilvægt er að stilla upplausnina á 600.

Einnig þarftu að velja hvort þú ætlar að exporta skjalið sem teikningu eða síðu. 

Ef þú ert ekki viss exportaðu skjalið þá sem teikningu (þú getur alltaf stillt stærðina seinna ef þörf er á).

Smelltu svo á OK.


- Exporting as drawing: Það þýðir að skjalstæðin þín verður í sömu stærð og teikningin þín – allar skjalstillingar verða hundsaðar.

- Exporting as page: Það þýðir að allar skjalstillingar þínar verða exportaðar með. Svo teikningin þín verður skorin í sundur ef hluti hennar er teiknaður utan skjalgluggans.


32 how-to-prep inkscape saving-as-pdf.jpg


Hlekkir